Vönduð vinnubrögð
Aðalvík ehf kt. 510398-2119, var stofnsett í mars árið 1998 af þeim, Jóhannesi T. Halldórssyni og Páli Trausta Jörundssyni. Í upphafi voru starfsmenn um 10 talsins, en jafnt og þétt hefur starfsmönnum fjölgað, og eru nú 26 manns á launaskrá hjá fyrirtækinu. Í upphafi árs 2007 bættust við 5 lykilstarfsmenn í eigendahópinn, eru þeir: Bjarni Arnaldsson, Bergur Ingi Arnarson, Friðrik Guðlaugsson, María Pálsdóttir og Þorgrímur Guðmundsson. Skrifstofa Aðalvíkur ehf er að Síðumúla 13, 108 Reykjavík.
Árið 2000 festi Aðalvík ehf, kaup á trésmíðaverkstæði að Hjallahrauni 7 í Hafnarfirði. Þar er starfrækt umtalsverð innréttingasmíði ásamt ýmiskonar smíðavinnu sem tengist öðrum vinnustöðum Aðalvíkur ehf, allt frá nýbyggingum til viðhalds og breytingavinnu ýmiskonar. Á verkstæðinu starfa að jafnaði 5-6 menn. Starfsemin er annars alhliða byggingarstarfsemi, allt frá nýbyggingum til breytinga og viðhalds ásamt þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga. Stór þáttur í rekstrinum er tilboðs og verktakastarfsemi þar sem Aðalvík er aðalverktaki með allar iðngreinar undir sinni stjórn.